divider

divider

DIY: Blómakrans í hárið


Það hefur ekki farið framhjá neinum að blómakransar í hár eru í tísku. 
Mig hefur alltaf langað til að kunna að gera svona kransa, en hér er aðferð sem er ekki svo flókin. 
Hér er notast við blóm sem kallast Brúðarslör. Það sem þarf til þess að gera þennan krans þurfið þið: 

- skæri
- blóma-límband (litað hvítt ef þið notið hvíta borða)
- borða
- blómavír. 



Skref 1. Byrjið á því að búa til litla vendi úr brúðarslörinu. 
Skref 2. Stillið litlu vöndunum upp við vírinn og notið blóma-límbandið til þess að vefja utan um stilkana á litlu blómvöndunum og vírinn saman. Vefjið hvern vöndinn á fætur öðrum þar til komið er út á enda. 
Skref 3. Gerið litlar lykkjur sitthvoru megin á blómavírinn og lokið fyrir vírendana með límbandinu. 
Skref 4. Festið borðana í lykkjurnar. 

Og þá ætti blómakransinn að vera tilbúinn til þess að nota :) 
Gæti jafnvel verið fallegt fyrir brúðargreiðsluna :) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli