divider

divider

Hrím Eldhús opnar



Ég kíkti á opnun nýju Hrím búðarinnar í dag - Hrím Eldhús. Tinna sem rekur Hrím búðirnar hefur staðið í ströngu síðustu daga við að koma öllu saman (og reka á eftir iðnaðarmönnunum), en búðin er rosalega vel heppnuð. Tinna sá sjálf um að teikna allt upp og hanna útlit búðarinnar sem er mjög falleg og nýstárleg. Þarna mátti sjá krossvið í bland við fallegar hvítar hillur og auðvitað var þarna að finna appelsínugula litinn sem einkennir Hrím.  Það sem er voða skemmtilegt við þessa búð er að þarna geta mömmur komið að skoðað og börnin geta leikið á meðan í fallegu barnahorni. Ég gleymdi reyndar að taka mynd af þessu sniðuga barnahorni, en þið mömmurnar verðið bara að drífa ykkur í Hrím Eldhús til þess að skoða þetta allt saman :) 

Tinna hefur augljóslega vandað valið á vörunum sem eru til sölu í Hrím Eldhús, en þarna eru nokkur ný vörumerki sem ekki hafa verið í boði áður á Íslandi. Jeijjjjj!!! :) 

Hjartanlegar hamingjuóskir með nýju búðina ykkar Tinna, að opna búð á alþjóðlegum degi hamingjunnar hlýtur að vera gæfumerki. :) 



Félagarnir frá Omnom gáfu smakk af undursamlega góðu súkkulaði. Auðvitað stóðst ég ekki mátið og smakkaði allt sem í boði var :) Hvíta súkkulaðið var uppáhalds :) 


Í búðinni er búið að setja upp eldhús í einu horninu til þess að sýna vörurnar í sínu rétta umhverfi en þarna má sjá hana Örnu skoða eldhúsið fallega. 


Fallegar og girnilegar vörur. 


1 ummæli: