divider

divider

Nýtt frá Guðrúnu Vald.


Guðrún Valdimarsdóttir, vöruhönnuður, er ein af fjölmörgum hönnuðum sem taka þátt í HönnunarMars í ár. Guðrún kynnir nýja vöru til leiks en hún hefur unnið að fallegu skrifborði sem nefnist Hylur. Skrifborðið er úr hnotu með hvítri borðplötu. Borðið hefur sterkar einfaldar línur en mér finnst það hafa nokkra skírskotun í gömul dönsk tekkhúsgögn. Borðið skartar tveimur skúffum að framan en aftarlega á borðplötunni leynist geymsluhólf gert fyrir fjöltengi, hleðslutæki og allar þær snúrur sem við þurfum á að halda en viljum helst ekki sjá.

Mjög fallegt borð sem lítur út fyrir að verða klassíker í íslensku húsgagnaflórunni :) 





En Guðrún, sem sjá má hér að ofan, hefur svo sannalega ekki bara hannað borðið Hyl. Eftir að Guðrún útskrifaðist árið '09 hefur hún ekki staðið auðum höndum en hér fyrir neðan má sjá þær vörur sem hún hefur hannað og hægt er að eignast í búðum eins og Epal, Hrím og fleiri stöðum.

Dagatal hannað árið 2013


Keilir, 2012


Gígur, 2011


Kubbar, 2011


Hellur, 2010 - Hannað í samvinnu við Öldu Halldórsdóttir











Engin ummæli:

Skrifa ummæli