divider

divider

HönnunarMarsipanið 2014


Nú styttist óðum í hönnunarmars og undirbúningur í óðaönn hjá þeim hönnuðum sem taka þátt í ár. Það er margt spennandi að sjá þetta árið og mikið af fallegum nýjum vörum. En það er ekki bara eitthvað að sjá... það er eitthvað gómsætt að smakka líka. HönnunarMarsipanið girnilega sem hannað af þeim Örnu Rut Þorleifsdóttir, vöruhönnuði og Rán Flygenring, grafískum hönnuði er eitthvað sem allir verða að smakka. HönnunarMarsipanið hefur verið sett á markað í kringum Hönnunarmars hátíðina tvisvar áður, en það kom fyrst á markað á Hönnunarmars árið 2011 og var selt í takmörkuðu upplagi, þá bleikt og gult á litinn, ég fjallaði einmitt um það hér. Árið 2012 endurtóku þær svo leikinn og framleiddu nammið þá í bleikum og bláum litum. Í ár eru það gulur og blár sem urðu svo fyrir valinu.  Þær Arna og Rán framleiða HönnunarMarsipanið í samvinnu við Sambó en fyrirmyndin af því eru litlu ferköntuðu molarnir í blandaða lakkríspokanum frá þeim. Nema hvað að HönnunarMarspanið er 1100% stærra en fyrirmyndin. 

Það er um að gera að kaupa sér Hönnunarmarsipan á Hönnunarmarsinum  en hluti af andvirði hvers selds kubbs rennur beint til krabbameinsfélagsins.  

Sölustaðir HönnunarMarsipansins eru:
Spark Design Space, Klapparstíg 33
Hrím, Laugavegi 25
Kraum, Aðalstræti 10
Vínberið, Laugavegi 43
Epal í Hörpu
Mýrin í Kringlunni
og fyrir landsbyggðina þá má panta HönnunarMarsipanið á Kaupstaður.is

Til hamingju með þetta stelpur ;) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli