divider

divider

HönnunarmarsIPAN

Þær Arna Rut Þorleifsdóttir og Rán Flygering hönnuðu þetta skemmtilega nammi í samvinnu við Sambó lakkrís fyrir Hönnunarmarsinn í ár, og það verður að segjast að þeim tókst svona líka rosalega vel til :) 
Hönnunarmarsipanið var í sölu um helgina í KIOSK á Laugarveginum og kostaði bara slikk - enda rauk það út eins og glænýjum lakkrís sæmir og bragðaðist að sjálfsögðu betur en við var að búast :)
Ótrúlega flott og gott gotterí hjá þeim snillingum!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli