divider

divider

Upplifunar-Hönnunar-Mars


Á fimmtudaginn síðastliðinn hófst Hönnunarmarsinn. 
Það má segja að það hafi verið margt spennandi og skemmtilegt að sjá og ágætt að taka alla helgina í að skoða allt sem var í boði vel og vandlega. 
Það sem stóð uppúr fyrir mitt leyti var upplifunar-hádegisverður sem var í boði á Norrænu matar-ráðstefnunni í Norræna húsinu, þar sem við í Björg í bú fórum með erindi og kynntum Örflögurnar.
Þar útbjuggu mastersnemar við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi fallegt langborð með mat sem tónaði við litapallettuna í miðjunni. Reglurnar voru: blanda saman 3 tegundum í einu og boðra og aldrei borða sömu tegund oftar en einu sinni. 

Ljósmyndinni "stal" ég af öðru bloggi þar sem að ég klikkaði alveg á að vera með myndavélina á mér þarna. En sem betur fer voru nokkrar myndavélar á lofti til að taka myndir af þessu fallega borði :)


1 ummæli:

  1. Heheh fannst ég kannast við þessa mynd:)
    Hefði verið fínt að linka allavega á síðuna mína.

    SvaraEyða