divider

divider

Rauðhetta flóamarkaður :)


Á facebook er að finna skemmtilegan flóamarkað undir nafninu Rauðhetta.  Flóamarkaðnum er haldið úti af henni Svandísi en hún er mjög sanngjörn í verði. 
Ég er orðin forfallinn flóamarkaðs-fíkill - ég játa það fúslega - en það er bara svo oft margt fallegt að finna á þessum mörkuðum. Það hefur einkennt marga flóamarkaði hérlendis að vörurnar séu svolítið dýrar en bæði Svandís í Rauðhettu og skemmtilegi bílskúrs-flóamarkaðurinn hér á Skaganum eru með sanngjörn verð á góðum vörum. 
Ég fór um helgina og náði í nokkrar vörur sem ég hafði keypt hjá henni í gegnum facebook en ég keypti þessa fallegu salt og pipar marmara stauka hjá henni og marmarakertastjakann. Svo fékk ég fat og bolla í stellið mitt... húrra fyrir því! 

Endilega tékkið á Rauðhettu :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli