divider

divider

Sóley íslensk hönnun.

Ég skaust í síðustu viku í Góða hirðinn með góðri vinkonu minni. Við fórum þangað aðallega til að drepa tímann. Í Góða datt ég rækilega í lukkupottinn og fann þennan forkunnafagra stól. Sóley heitir stóllinn og er íslensk hönnun eftir hönnuðinn og arkitektinn Valdimar Harðarson. 

Sóley er eitt örfárra íslenskra húsgagna sem hafa náð vinsældum á alþjóðavísu en stóllinn kom fyrst á markað árið 1984. Stóllinn hefur hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar en stóllinn var framleiddur af fyrirtækinu Kusch í Þýskalandi. Stóllinn var tekinn úr framleiðslu árið 2003 en vegna mikilla eftirspurna var hann settur aftur í framleiðslu í fyrra og er að ég tel seldur hjá Pennanum. 
Framkvæmdastjóri Kusch í Þýskalandi segir það ekki algengt að húsgögn sem tekin hafa verið úr framleiðslu fari aftur í framleiðslu, en þar sem Sóley hefur haldið vinsældum sínum vel í gegnum árin og eftirspurnin eftir stólnum var mikil hófst framleiðsla á honum að nýju. 

Ég tel mig vera agalega heppna að hafa dottið niðrá svona mikla gersemi í Góða hirðinum, en vinkona mín sem var með í för er einmitt þekkt fyrir að hafa heppnina með sér hvert sem hún fer... spurning um að draga hana með í bæjarferðir oftar ? :) 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli