divider

divider

Lóan er komin...

Fyrirtækið Hekla Design hér á Íslandi er þegar orðið frekar þekkt fyrir fallegu kertin og servíetturnar sem  svo margar húsmæður hér á landi hafa keypt sér :) 
Hekla hefur líka komið með á markað fatahengi/skúlptúr sem kallast Lóa og er líkt og búkur Lóunnar. 
Hægt er að kaupa matt og glansandi stál-hengi og svo aftur á móti málað stál-hengi. 
Ég er orðin OF skotin í máluðu Lóunni og er þegar búin að ákveða hvar ég ætla að setja hana þegar ég loksins eignast hana. En hún er auðvitað ekki fríkeypis og kostar litlar túttífemmþús!
Er byrjuð að safna :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli