divider

divider

Nýja bókin í hillunni :)


Mig hefur alltaf dreymt um að eignast verk eftir Stórval (ef einhver á og vill selja mér þá má sá hinn sami senda mér skiló).  Um daginn var mér bent á þessa skemmtilegu bók eftir Roni Horn, ameríska listakonu og rithöfund. Bókin inniheldur myndir af verkum eftir Stórval inni á heimilum fólks...þannig að það er bæði gaman að skoða verkin...og heimilin.. tvær flugur í einu höggi ;)
Stórval hét fullu nafni Stefán V. Jónsson og hann var fæddur árið 1908 á Möðrudal á fjöllum. Þar bjó Stórval þar til árið 1948 en þá ákvað hann að flytjast til Reykjavíkur. Stórval málaði nær einungis Herðubreið en fjallið er staðsett suðvestur af Möðrudal. Öðruhvoru málaði Stórval rollur, hesta eða önnur dýr á myndir sínar og þá fór það eftir fjölda dýranna á myndinni hvað hann verðlagði myndina á.  - segir sig sjálft. :) 
 Stórval var alþýðulistamaður sem seldi oft myndirnar sínar á bekk í miðbæ Reykjavíkur. Hann seldi aldrei myndirnar sínar dýrt þannig að margir eignuðust myndir eftir hann á árum áður. Nú til dag eru myndirnar hans hins vegar að seljast örlítið dýrar, enda líklega margir sem vilja eiga eina fallega mynd eftir hann. 

...einn daginn eignast ég eina ;) 
Hér má sjá snillinginn Stefán V. Jónsson frá Möðrudal halda á einum pott af Mysu. Engin ummæli:

Skrifa ummæli