divider

divider

Food & Fun 2014


Við kæróinn lögðum leið okkar á Vox Restaurant í gærkvöldi til þess að borða á Food & Fun matarhátíðinni sem haldin er árlega.  Á Vox var Norðmaðurinn Sven Erik Renaa að kokka en hann bauð uppá 5 mjög góða rétti. En Sven var einmitt valinn matreiðslumaður hátíðarinnar í ár. 
Það vill svo skemmtilega til að Hilmar (kæróinn) er kokkur og hefur unnið á sama stað og Sven í Noregi, á Gastronomisk Institutt, en Hilmar var þar nokkru áður en Sven vann þar. Þannig að þeir gátu örlítið bondað og áttu sameiginlega vini úr kokkageiranum í Noregi. Sven Erik rekur sinn eigin veitingastað í Stavanger sem heitir Renaa Restauranter en staðinn má líka finna í Þrándheimi. Fyrir ykkur íslendingana úti í Noregi þá bara verðið þið að gefa ykkur tíma í að fá ykkur að borða hjá honum. Þvílíkt góður matur sem maðurinn gerir :) Ég er alveg viss um að þið verðið ekki svikin. 

Ég tók myndir af öllum réttunum nema einum en það var humarinn sem ég tók ekki mynd af...því ég fékk ekki þann rétt. Ég má því miður ekki borða humarinn eins leiðinlegt og það nú er. 

1. rétturinn - Amuse bouche (smakk): Norsk risahörpuskel, ígulker, hrogn og piparrótarfroða.


Réttur nr. 2 - Starter: var humarinn sem ég fékk ekki. 

Réttur nr. 3 - Appetizer: Þorskur og þroskhrogn með ótrúlega góðri jurta og hrognasósu. Með þessu var boðið uppá Brokkólí, söl og einhverskonar grænmetisduft. 
Þetta var minn uppáhalds réttur. Rosalega gott!


Hér má sjá Sven Erik í "aksjón" að gera aðalréttina tilbúna. Ég stalst þarna til þeirra til að taka eina mynd :) 


4. rétturinn - Aðalrétturinn var Lamb með jarðskokkum, lakrís, brúnuðu smjöri og sítrónu. - á disknum var tvennskonar lambakjöt, fillet og svo örlítið smakk af lambasíðu sem var mjög gott.


Svo er það 5. og síðasti rétturinn - Desertinn: Skyr-ís, súkkulaðimousse með sultaðri blóðappelsínu og blóðappelsínufroðu og súkkulaðimulning. Með þessu var svo pistasíu-svampur. Rosa gott. :) Svo varð auðvitað að fylgja mynd af kokkunum tveimur. Sven Erik Renaa matreiðslumaður hátíðarinnar og Hilmar matreiðslumaðurinn minn :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli