divider

divider

Mjólkurbúið


Mjólkurbúið er ný og skemmtileg barnavöru- og lífsstílsbúð. Búðin er eins og er eingöngu á netinu en í netversluninni er margt fallegt og skemmtilegt að sjá. 
Á facebook síðu búðarinnar segir að Mjólkurbúið sé lífstílsverslun fyrir vandláta foreldra, en þar má finna mikið af fallegum og vönduðum vörum. Meðal annars þennan forkunnafagra lampa sem má sjá hér fyrir ofan. Lampinn nefnist Miffy og er hannaður af hollenska hönnunarteyminu Mr. Maria. Þessi lampi er gjörsamlega að gera allt vitlaust í barnaherbergja-hönnun þessa dagana og er að birtast allstaðar í bæði tímaritum og bloggum sem fjalla um hönnun. 
Hér fyrir neðan má sjá þær fallegu vörur sem ég heillaðist að... en ég gat ekki valið hvaða poster mér fannst fallegastur...svo ég sleppti bara að birta mynd af því. Þið skoðið það bara sjálf með því að klikka á link búðarinnar :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli