divider

divider

Hugmyndasvampurinn í Fréttablaðinu.

Blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við mig í síðustu viku til þess að fá að skrifa grein um jólatrén sem ég póstaði hér á blogginu í síðustu viku. Það var bara gaman að einhver vildi fjalla um það sem ég er að gera. Í dag kom svo grein um bloggið og tréð í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Greinin var bara ágæt, nema hvað að þarna var smávegis staðreyndarvilla. Í greininni segir að ég hafi útskrifast sem vöruhönnuður árið 2006 en það herrans ár byrjaði ég einmitt að læra vöruhönnun og ég útskrifaðist árið 2009. En slíkar villur eru víst nokkuð algengar í blöðunum svo þetta er bara allt í lagi. 

Eitt að allavega víst. Og það er að Hugmyndasvampurinn er í jólaskapi :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli