divider

divider

Eldhúsdraumar

Jæææja.... Það sést augljóslega á blogginu mínu að ég er í skóla. Að skrifa mastersritgerð. Skemmtilegt!
Ég hef ekki haft neinn tíma fyrir hönnun, heimili né fegurð. Og ég viðurkenni það með miklum trega að ég skrópaði á HönnunarMarsinn... já..... skrópaði... allt þessari ritgerðardruslu að kenna. Ég hef aldrei látið mig vanta á HönnunarMarsinn áður.. og ég grét inní mér útaf þessu. En svona er lífið...og nú er ég að fara að sjá fyrir endann á þessari ritgerð og þá getur lífið aftur farið að rúlla sinn vanagang. 

En það sem ég er að skoða mikið þessa dagana (í ritgerðarpásum) eru barstólar. Háir stólar til þess að hafa við eyju. Ég hef líka verið að skoða mikið eldhús og eyjur, uppröðun og annað....  
En hér fyrir neðan eru nokkrar flottar eldhúsmyndir með fallegum barstólum til þess að láta sig dreyma um :) 

Ég lofa svo að taka við mér og blogga eins og vindurinn þegar þessi ágæta ritgerð verður yfirstaðin... úff... 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli