divider

divider

Hlín Reykdal og styrktarfélagið Göngum saman.

Á morgun, 10. apríl verður hamingjustund í versluninni KIOSK á Laugavegi 65 en þá mun hefjast sala á þessum fallegu lyklakippum sem sjá má hér á myndum fyrir neðan. Lyklakippurnar eru eins og sjá má, eftir Hlín Reykdal fata- og skartgripahönnuð en kippurnar eru hannaðar fyrir styrktarfélagið Göngum saman og rennur ágóðinn af sölunni til styktafélagsins. 
Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum.

Hlín þarf vart að kynna en hún er þekkt fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.

Frá kl. 17:00 - 19:00 verða kippurnar frumsýndar í KIOSK á morgun og þeir sem vilja eignast eina slíka ættu að renna við í búðinni hjá Hlín og fjárfesta í einni. Kippurnar eru til í takmörkuðu upplagi og verða seldar nú í apríl eða á meðan birgðir endast. Kippan kostar 3.500 kr.  sem er nú ekki mikið þegar maður styrkir gott málefni :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli