divider

divider

Tré fyrir heimilið:)

Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið veik fyrir allskonar trjám og skrauti inná heimilið...:) Og er reyndar með eitt á veggnum heimahjá mér sjálf...sem ég málaði sjálf á:) Og svo var það auðvitað lokaverkefnið mitt.... sem unnið er út frá skriðjurtinni Bergfléttu.
hér koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir stofuna, anddyrið og barnaherbergin :)

Að sjálfsögðu byrja ég á Íslenskri hönnun...
Hilla eftir hana Þórunni Árnadóttir sem er ótrúlega falleg og er að sjálfsögðu á óskalistanum:)




Svo eru það barnaherbergin... en þetta getur maður dundað í sjálfur... bæði með því að mála og nota veggfóður... fuglahúsið er fallegt detail sem gerir heilmikið fyrir þetta:)

Svo er líka fallegt að mála bara og bæta svo við litlum blómum fyrir litla angann okkar til að horfa á...:) þetta er nú líka bara voða falleg fyrir hjónaherbergið:)



Og svo að lokum er það þessi snilld. Fatahengi búið til úr allskonar gömlum trébútum svo eru bara stórir naglar notaðir sem hengi... ótrúlega fallegt og einlægt eitthvað....


1 ummæli:

  1. Vá Guðrún...viltu minna mig á þetta fatahengi úr spýtunum og nöglunum þegar sumarbústaðurinn minn verður tilbúinn :):):)

    SvaraEyða