Ég frétti að það væri allt að verða vitlaust hjá útilegugörpum og atvinnu-grillurum útaf heimagerðum hamborgurum. Allir alveg hreint sjúkir í þetta. Svo ég ákvað að prufa sjálf.
Ég ákvað að byrja á því að prufa þetta fyrir mig og yngsta barnið á heimilinu. Prufukeyra þetta áður en ég færi að bjóða öðrum smakk svo ég keypti bara lítið af hakki. þetta hefðu í raun átt að verða 3 feitir hamborgarar en við vildum ekki of feita svo við gerðum einn lítinn auka.
en hér er uppskriftin sirka. (ég slumpaði og var að nota nokkrar uppskriftir í bland)
300 gr. hakk.
Graslaukur - góð slumma beint úr garðinum.
hálfur rauðlaukur - lítill
sirka 2 handfylli af Doritos sem ég muldi út í
1-2 dl af rifnum osti
salt og svartur pipar
Svo var þetta bara mótað á brettinu og skellt á grillið.
Á neðstu myndinni lítur út fyrir að ekkert kjöt sé á borgaranum, en ég varð svo gráðug í girnilega salatið sem vex í garðinum mínum að það fékk að fara kannski heldur mikið fyrir myndatökuna. En þetta var rosa gott :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli