divider

divider

Lærke Langballe keramik

Hreint út sagt æðislegar keramik vörur Lærke Langballe. Hún er svo til nýútskrifuð úr keramik deild Aarhus Kunstakademi. Hún er 24 ára og býr í Aarhús þar sem hún er með vinnustudioið sitt.

Hún gerir meðal annars svona ótrúlega skemmtilega bakka með hinum ýmsu dýrum á. Hægt er að fá þá alveg hvíta eða með mismunandi litum og eða munstri á.



Svo gerir hún vasa, sem eru kjörnir undir blómin sem oft eru týnd af fólkinu með minnstu hendurnar á þessum árstíma. Vasarnir eru líka kertastjakar, þannig að þeir geta fengið annað hlutverk í skammdeginu. Skemmtilegir mjúkir litir sem hún notar.

 



Hér er svo myndin sem hreif mig í tímaritinu og fékk mig upphaflega til að fara á stúfana og finna meira um hana Længe.

Ég er hrikalega skotin í því sem hún gerir og sé meira að segja fyrir stað í stofunni hjá  mér fyrir vasana hennar og dýrabakka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli