divider

divider

Ættleiddu Kartöflu á Menningarnótt


Nú er Menningarnótt næsta laugardag eða þann 22. Ágúst n.k. og að sjálfsögðu ætlum við, vöruhönnuðurnir 5 á Vesturgötu 12 að vera með viðburð til þess að auglýsa fyrirtækið okkar sem við vorum rétt í þessu að stofna og að sjálfsögðu auglýsa verkefnin sem við erum að fást við þessa stundina. Matarhönnun.
Viðburðurinn okkar heitir "Ættleiddu kartöflu" og erum við þarna að upphefja kartöfluna, sem er 4. mikilvægasta fæða heimsins. Þannig viljum við líka hvetja fólk til þess að rækta sjálft kartöflur og annað grænmeti:)

Allir eru velkomnir að koma á viðburðinn. Við verðum með heitt á könnunni og tökum vel á móti öllu frábæra fólkinu sem kíkir í bæinn á Menningarnótt á milli kl 16: 30 - 22:00


Engin ummæli:

Skrifa ummæli