divider

divider

Skemmtilegt Skart :)

Ég væri að ljúga af ykkur ef ég segði að ég væri alltaf með eitthvað skart á mér... það eina sem ég nota dagsdaglega eru tveir hringir sem hafa tilfinningalegt gildi... eyrnalokka get ég ekki haft og hálsmen gleymi ég iðulega að nota...

....en það er ekki þar með sagt að ég elski ekki skart :) - Mér finnst skemmtilegast í heimi þegar ég er með eitthvað fallegt skart á mér sem er eitthvað öðruvísi og skemmtilegt (þegar ég man eftir því).
Þessi fallegu hálsmen væri ég t.d. til í að eiga... allavega eitt af þeim. En þau eru hægt að fá hjá Stones&Honey :)
Engin ummæli:

Skrifa ummæli