divider

divider

Frosting uppskrift :)

Ég var beðin um að deila með ykkur frosting uppskriftinni sem ég nota. Mér finnst hún voða góð og minnir mig frekar mikið á kókosbollu...:)

hér fyrir neðan er uppskriftin.


Frosting uppskrift:

2 stk eggjahvítur
185 gr sykur
1 msk síróp
2 msk vatn
safi úr hálfri sítrónu
1/2 tsk vanilludropar
250 gr. kókosmjöl, gróft. (ef vill)

Látið vatn í pott og suðu koma upp, skál yfir með hvítum, sykri, vatni, safa, sírópi og vanillu.
Passið að vatnið í pottinum komist ekki upp í skálina. Þeytið innihald skálarinnar með rafmagnshandþeytara þar til sykurinn er allur vel uppleystur og blandan orðin mjög heit.
Takið þá af hitanum og þeytið í ca. 8 mín þar til kominn er góður marengs/frosting. Blandið þá kókosmjölinu rólega saman við með sleikju og setjið yfir kökuna.

gangi ykkur vel :)
2 ummæli:

  1. Nammi, núna langar mig í köku

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir! :) Ég hlakka til að prófa

    Kv. Sunna

    SvaraEyða