divider

divider

Fallegt

Það verður að segjast að ég er hinn mesti klaufi að greiða á mér hárið. Enda með næstum þykkasta hár á norður heimskautsslóðum. Jafn óviðráðanlegt og þykkt hár er vandfundið (á tvær bestu vinkonur og systir sem eru allar hárgreiðslukonur og þær dæsa alltaf þegar ég mæti) dææææsh..... 
En það er alltaf hægt að henda fléttum í mig :) 
Þessi samblanda af garni og hári í fléttum hér fyrir neðan finnst mér ótrúlega falleg hugmynd og ég á örugglega einhverntímann eftir að prufa :) Ég er skotin :) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli