divider

divider

DIY: Skipulagið 2011

Eitt af mínum áramótaheitum fyrir árið 2011 var að skipuleggja heimilið betur. 
Ég á það til að vera svolítið (alltof mikið) óskipulögð með hitt og þetta. 
En nú skal byrja... og hugmyndin var að draga sem flesta með inn í þetta skemmtilega áramótaheit....því manni líður bara svoooo vel þegar allt er á sínum stað og  allir hlutir eiga sinn stað :) 

Hér fyrir neðan er hugmynd að skipulagi fyrir baðherbergið. 
Svona hvítir kassar fást í Ikea. 


Svo er ekki vitlaust að losna við allar þessar snúrur sem fylgja þessum blessuðu tækjum sem eru útum allt heimili. Einn svona lítill kassi (sem hægt er að smíða sjálfur) gæti breytt öllu. 
Miklu hreinlegra!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli