divider

divider

20 daga frí á enda!

Jæja.... Ég hef ekkert bloggað ansi lengi núna.... eða ekkert í 20 daga!
Ástæðan er sú að ég fékk einfaldlega alveg ógeð af tölvum og nennti eiginlega ekki að opna tölvuna mína! 
Það má segja að ég hafi hreinlega bara horfið nokkur ár aftur í tímann núna í maí og mér fannst það ekkert leiðinlegt. En ég hef heldur ekki snert á gsm símanum mínum allann mánuðinn sökum þess að hann er týndur... jörðin hlýtur að hafa gleypt hann. 

En allavega.

Ég fann þessi skemmtilegu Jello aðferð á notmartha.org
Mér finnst þetta algjör snilld svona fyrir sumarið...og það eru margir sem eru með Jello "bollu" í partýum...þá er þetta flott hugmynd og gaman að bjóða uppá svona. 

Myndirnar tala sínu máli um hvernig þetta er gert.

1 ummæli:

  1. væri ekkert leiðinlegt að fara í partý með svona veigum :)
    kv. Hrefna Rún

    SvaraEyða