divider

divider

MIHO

Fyrir nokkrum dögum eignaðist ég hreindýr, nánar tiltekið haus af hreindýri. Hausinn er hins vegar ekki loðinn og honum fylgir ekki starandi tómt augnaráð. Þetta er ekki haus af dauðu dýri.

Þar sem við skötuhjú eigum bæði afmæli í september ákváðum í sameiningu að í stað þess að svitna yfir að finna eitthvað til að gefa hvort öðru myndum við frekar velja það sjálf.
Ég valdi le trophee Blossom. Þetta er bestasta og nýjasta uppáhaldið mitt! Ég geri mér ferð inn í stofu nokkrum sinnum á dag, bara til að horfa á hann.

Það versta við þessa færslu er að myndin af gripnum sýnir ekki almennilega alla þá dýrð sem af honum ljómar.

Og já ég fann þetta hér Victoria & Albert museum. Fæst líka hér, meira að segja ódýrara...


Hérna er fleira undir sama merki, MIHO - Unexpected Things.




2 ummæli:

  1. Vá hvað ég elska litina á þessu dóti. Myndi alveg vilja hafa svona fuglahús uppi á vegg hjá mér.

    SvaraEyða
  2. úú þetta er ótrúlega flott! líka öðruvísi en maður hefur séð áður:)

    SvaraEyða