divider

divider

Vegglímmiðar

Blik er ótrúlega skemmtileg netverslun sem selur vegglistaverk í límmiðaformi. (reyndar er ekki allt til að líma á veggi en nánast allt)

Hér má sjá nokkra af þeim límmiðum sem mér fannst áhugaverð :) Reyndar er allt í þessari búð ótrúlega áhugavert og rosalega gaman að skoða hjá þeim... þeir selja allt frá rúmgöflum niður í pottaplöntur og allt þar á milli. Það má líka finna flotta límmiða í barnaherbergi fyrir fagurkera.

Þessir límmiðar eru allir mjög grafískir og skemmtilegir fyrir augað... og ég er ekki frá því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þarna :) 


Hér fyrir ofan er Lotukerfið sett upp í efna-skrímslum... flottasta tafla sem ég hef séð af lotukerfinu :) 
Og hér fyrir neðan má sjá hvernig hægt er að poppa upp stólana á heimilinu með því að gefa þeim "ný stólbök".Hér fyrir ofan má sjá frekar krípí límmiða af loftræsti-rist en það er eins og einhver sé fastur í... það var hægt að fá tvær tegundir í viðbót við þessa í búðinni.
Hér fyrir neðan má sjá einn af nokkrum rúmgöflum sem hægt er að fá í þessari skemmtilegu búð.Svo er það barnaherbergið. En fyrir ofan er einhverskonar límmiði sem er líka púsl og börnin geta leikið sér með þetta aftur og aftur. 
Fyrir neðan er vegglímmiði með kisu að kíkja... mjög grafískt, en líka mjög þrívítt :)Mér finnst mikill húmor í fullt af þessum límmiðum. T.d. í þessum hér fyrir ofan.
Þrívíður límmiði hér fyrir neðan... virkar eins og þetta sé skúlptúr sem hangir á veggnum :) 


1 ummæli:

  1. geggjuð síða. við keyptum einmitt blik límmiða í herbergið hjá Ilmi :)

    SvaraEyða