divider

divider

Fífill fegri

Við skötuhjúin opnuðum nýjan veitingastað fyrir rúmri viku síðan. 
Það hefur s.s. verið brjálað að gera hjá mér, og okkur hjúum síðastliðnar vikur og framkvæmdirnar á fullu. En núna loksins er búið að opna og allt svona nokkurnveginn klárt. 
Fyrir áhugasama þá heitir veitingastaðurinn Galito og er staðsettur á Akranesi. En Galito hefur verið til í um 7 ár, en flutti sig bara um set fyrir rúmri viku síðan. 

Hér fyrir neðan má sjá spegla sem ég hannaði á einn vegginn í móttökunni á Galito, en ég vil kalla þá "Fífill fegri", enda eru þeir skornir út eftir útlínum fífilsins sem við þekkjum öll :) 

Planið er að laga þá aðeins til og koma jafnvel á markað nokkrum saman í pakka sem spegla-veggskraut :)
 Þ.e. ef að eftirspurnin verður einhver eftir þessu...?



5 ummæli:

  1. Hrikalega flott hjá þér ljúfan, ég legg hér með inn pöntun fyrir einum pakka! Og já innilega til hamingju með nýja flotta staðinn ykkar :*

    Kv. Hrefna Dan.

    SvaraEyða
  2. geggnjaðir speglar hjá þér Guðrún og til hamingju með nýja staðinn, mjög flottur. en eftir hvern er málverkið sem maður horfir á beint á móti opinu þegar maður horfir inn í salinn. ? það er æðislegt.

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir það skvísur :)
    Sjöfn... ertu þá að tala um myndirnar tvær hvítu sem að eru af trjánum? - þetta er í raun ekki málverk heldur er þetta einhversskonar viður sem búði er að skera út myndina í... þú sérð það eiginlega ekki fyrr en þú kemur nálægt :)
    Ég keypti þessar myndir í Habitat og ég hef ekki hugmynd um hver á hönfundaréttinn... en þetta voru einu tvær myndirnar sem komu í búðina í hvítu.. gæti verið til í svörtu og þá landscape :)

    SvaraEyða
  4. Váá ekkert smá flottur veitingastaður, ég væri sko alveg til í speglana líka :)

    Knús frá Þýskó EBH

    SvaraEyða
  5. já ok :D þetta er allavega mjög fallegt verk og kemur vel úr á nýja staðnum :D

    SvaraEyða