divider

divider

Hjartans List

Hjartans List er fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Bragi Baldursson og Guðrún Lísa Erlendsdóttir hafa rekið seinustu 3 áratugi. En fyrirtækið var með bás á Hanverk&Hönnun, sýningunni sem er á hverju ári í Ráðhúsi Rvk.
Í fyrra ætlaði ég að kaupa jólaskraut hjá þeim á sýningunni en þá var það sem mig langaði mest í uppselt! Auðvitað gat ég ekki annað en keypt mér fallegt jólaskraut hjá þeim á sýningunni í ár...enda alveg einstakt jólaskraut skorið út í krossvið og sprautulakkað. Ofsalega fallegt! 
Þau eru líka með vörurnar sínar til sýnis og sölu á jólamarkaðnum sem haldin er í Hafnafirði á hverju ári. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli