divider

divider

DIY: Pakka-merkimiðar

Það er ekki flókið að gera sína eigin merkimiða...og líklega mjög margir sem spara sér peningana og gera þá sjálfir. Hér fyrir neðan er skemmtileg útfærsla af fallegum merkimiðum. 
Til að byrja með má annaðhvort teikna með svörtum línu-penna eða prenta út úr tölvunni einhver skemmtileg form með fallegum kveðjum á. (þarf auðvitað ekki að vera þríhyrningur...má hvera hvað sem er). 
Svo er það bara skóla-límið góða, og góður pensill eða svamp-pensill. 
Svo er það þunni föndurpappírinn (man ekki hvað hann er kallaður)  
Og svo er bara að byrja :) Það má auðvitað leika sér með þessa aðferð á marga vegu...t.d. búa til sinn eigin jólapappír. 
Mæli þá með að fólk kaupi teiknipappírs-rúllu í Ikea og pakki inn pökkum í fallega skreyttann pappír af rúllunni :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli