divider

divider

Jólagott!

Við bjóðum öll uppá eitthvað góðgæti fyrir og um jólin. 
Sumir hafa mikið fyrir þvía ð baka og eyða öllum sínum frítíma í desember í bakstur...aðrir hafa þetta bara einfalt :) - 1-3 tegundir af smákökum... eins og t.d. ég. Á mínu heimili vill enginn borða þessar smákökur og ég enda oft með að henda þeim í febrúar. 
En hér fyrir neðan er eitthvað sem allir væru til í að borða...:) Og þetta er alveg hrikalega einfalt !
Maður skellir í eina skúffuköku og sker hana svo út með góðu hringlóttu formi...t.d. piparköku formi :) 
svo er það bara annaðhvort eitthvað gott krem eða rjóminn góði og stór og fín jarðaber :) 

Jólahúfu-kökurnar tilbúnar! :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli