divider

divider

Vertu velkominn Desember!

1. Desember kominn í allri sinni dýrð! 
Þegar við vöknuðum í morgun var alveg rosaleg snjókoma og jólalegra verður það ekki úti núna í blanka logni og snjó :) 
Ég ákvað í tilefni dagsins að henda inn restinni af kransahugmyndum ársins... reyndar eru fyrstu tveir kransarnir smá upprifjun af gamla blogginu mínu... en það er allt í lagi því það eru ekki svo margir búnir að sjá þá :) 

Það er svolítið skemmtileg hugmynd að nota rósakálið sem skreytingu... kemur fallega út! :) 


Svo má líka nota afgangs garn sem til er á heimilinu til þess að vefja kransa... einhverja fallega liti :)


Þeir sem eru góðir í að þæfa ættu að vera snöggir að henda saman í svona krans... mér finnst hann alveg ÆÐI!  
En þeir sem kunna ekki að þæfa kúlur geta líka látið þvottavélina sjá um það ásamt gömlum nælonsokkabuxum. En þá tekur maður ull í þeim lit sem hver vill...sirka eina lúku, setur neðst í sokkinn á sokkabuxunum og bindur hnút fyrir neðst... þá setur maður næstu kúlu fyrir ofan hnútinn og bindur fyrir, og svo koll af kolli. Það ættu að komast 4 - 5 kúlur í hverja skálm. Svo er þessu bara hent á stutt prógramm, sirka 30°c. í þvottavélina. 
Voilá! 1 ummæli: