divider

divider

DIY: Vasar.


Þessir fallegu vasar eru heimagerðir. 
Og það sem er svo skemmtilegt við þá er að það er hrikalega auðvelt að gera þá :) 
það eina sem þarf eru:
 fallegar flöskur, krukkur eða gamlir vasar, 
málning (hvít eða bara sá litur sem hver vill)
fallegir borðar. 

svo er bara að byrja að mála! 

gæti verið fallegt að hafa svona fallega vasa á pallingum í sumar :)

svo er þetta líka skemmtileg endurvinnsla!


Profiles

Ísraelski hönnuðurinn Idan Friedman gerði þessi verk hér að neðan sem hann nefnir Profiles. 
En hann gerir portrait myndirnar í einnota álbakka og gerir þannig bakkana mun verðmætari.
Mjög fallegt.






Langar í!

Mig langar að eignast svona sokkabuxur! 
Ég veit reyndar ekki hvar hægt er að kaupa þær... en veit það einhver?

Þakrennur.

Hér fyrir neðan má sjá okkrar útgáfur af mjög fallegum þakrennum sem allar eru hugmyndir arkitektsins Max Leví.

Ég er mest hrifin af þessum hérna tveimur efstu myndunum. 
Mér finnst það falleg hugmynd að safna vatninu saman í garðkönnur og nota það svo til þess að vökva garðinn :) 





20 daga frí á enda!

Jæja.... Ég hef ekkert bloggað ansi lengi núna.... eða ekkert í 20 daga!
Ástæðan er sú að ég fékk einfaldlega alveg ógeð af tölvum og nennti eiginlega ekki að opna tölvuna mína! 
Það má segja að ég hafi hreinlega bara horfið nokkur ár aftur í tímann núna í maí og mér fannst það ekkert leiðinlegt. En ég hef heldur ekki snert á gsm símanum mínum allann mánuðinn sökum þess að hann er týndur... jörðin hlýtur að hafa gleypt hann. 

En allavega.

Ég fann þessi skemmtilegu Jello aðferð á notmartha.org
Mér finnst þetta algjör snilld svona fyrir sumarið...og það eru margir sem eru með Jello "bollu" í partýum...þá er þetta flott hugmynd og gaman að bjóða uppá svona. 

Myndirnar tala sínu máli um hvernig þetta er gert.









Mánudags.

Þetta finnst mér alveg ótrúlega skemmtileg hugmynd :) 

hérna hafa listamenn skeytt sprungnar stéttir í París með garni. 

hver vill ekki sjá svona staðin fyrir ljótar holur?