divider

divider

HönnunarMars-ipan

Í dag hófst Hönnunarmarsinn með pompi og prakt út um allan bæ í Reykjavík. 
Ótrúlega mikið af spennandi sýningum hér og þar um miðbæ Reykjavíkur og margt fallegt að sjá.

Í Ár verður endurkoma á HönnunarMarsipaninu fallega og bragðgóða sem kynnt var á hönnunarmarsinum í fyrra. En í ár eru smá breytingar á.  Marsipanið er blátt og bleikt til skiptis og er til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

ALLIR AÐ KAUPA!!! 

Hönnunarmarsipanið er hannað af þeim Örnu Rut Þorleifsdóttir og Rán Flygenring í samstarfi við Sambó. 


Hægt er að kaupa Hönnunarmarsipanið á eftirtöldum stöðum: 

Forréttabarinn, Nýlendugötu 14
20BÉ, Laugavegur 20b
Hrím Hönnunarhús, Laugavegi 25
Kiosk, Laugavegi 65
Kraum, Aðalstræti 10
Minja, Skólavörðustíg 12
Netagerðin, Nýlendugötu 14
Vínberið, Laugavegi 43


Engin ummæli:

Skrifa ummæli