Þetta fatahengi er eitthvað sem allir ættu að geta gert. OG það er stílhreint og töff :)
Það sem þú þarft eru 5 stk. kústsköft, snæri í einhverjum flottum lit ( til skær-appelsínugult, skærbleikt og karrý-gult í Húsasmiðjunni og Byko).
Maður byrjar á því að setja öll kústsköftin saman í "hrúgu" og láta öll snúa eins (beint upp). Þá vefur maður utan um kústsköftin nokkuð vel og strekt og þegar það er búið þá tekur maður sköftin í sundur og lætur þau standa í allar áttir... gott er að nota trélím og smella nokkrum dropum hér og þar á milli þegar búið er að gera standinn eins og hann á að vera, þá ætti þetta ekki að fara á neitt flandur. :)
Gangi ykkur vel! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli