divider

divider

DIY: Verkefni fyrir helgina :)

Svona ljós er ekki svo flókið að gera :) 
Það sem þarf er bolti (og boltanál til að hleypa loftir úr þegar öllu er lokið), EÐA bara blaðra. 
Held samt að boltinn gefi fallegri lögun. 
Svo þarf gott lím. Gott er að nota veggfóðurslím, en ég er viss um að hægt sé að nota hverskyns föndurlím :) 
Svo er það garn í þeim lit sem hver kýs, eða svona bómullarsnæri eins og er notað hér á myndunum fyrir neðan. 
Gott er að byrja á því að nota glas til þess að teikna hring meðfram á bolta/blöðru, en sá hringur markar það svæði sem við erum að passa að vefja ekki garn yfir. 
Þegar byrjað er þá er gott að láta bandið veltast aðeins uppúr líminu áður en því er vafið utan um boltann/blöðruna...það er ágætt að gera það bara jafn óðum og maður vefur. Svo er þetta látið harna vel og þá er loftið tekið úr bolta/blöðru og ljói komið fyrir í kúlunni :) 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli