divider

divider

Gerist

Hönnunarteymið GERIST hefur getið af sér gott orðspor síðastliðin árin. 
En teymið er skipað af þeim Friðgerði og Kristínu Birnu, en þær útskrifuðust saman úr vöruhönnun í Lhí árið 2008. 

Þær stöllur hafa hannað nokkrar vörur og meðal annars unnið til verðlauna fyrir hönnun sína á handklæðinu, Reykjavík Towel, og sápunni, Reykjavík Soap, sem sjá má hér fyrir neðan. 
Hægt er að kaupa handklæðið og sápuna í sundlaugum Reykjavíkurborgar og einnig í hönnunarversluninni Kraum. 
Síðastliðinn HönnunarMars komu þær stöllur svo með smokka á markað sem ætlaðir eru túristum sem hingað koma. Umbúðirnar fyrir smokkana eru ótrúlega skemmtilegar og ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að það sé mikill húmor í þessari hönnun hjá þeim :) 
Náttúran segir að minnsta kosti til sín þarna :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli