divider

divider

Útilegufíkn

Það má eiginlega segja að ég sé orðin pínu heltekinn útilegufíkill þar sem ég er eiginlega ekkert búin að vera heima hjá mér nánast í allt sumar (fyrir utan 2 helgar), núna er þetta allt að detta í réttar skorður og ég er farin að sinna heimili og garði og að sjálfsögðu börnum...og vonandi bloggi :) 

Hér má sjá skemmtilegann útilegubúnað :) 


Tjaldið hér fyrir neðan er sólarsellutjald. Vængirnir þrír sem sjást þarna eru sérhannaðar og einstaklega léttar og þunnar sólarsellur sem auðvelt er að brjóta saman og pakka niður. Hægt er að færa vængina til eftir því hvar sólin er og veita þeir tjaldinu upphitun, ljós og rafmagn sem nýtist til þess að hlaða síma og tölvur :) 
Ég er pínu skotin í þessu :) Fáránlega töff hjólhýsi....en nýtist ekki í íslensku veðráttunni.... :) 


MotoCamper :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli