divider

divider

MoMA - New York

Það síðasta sem við gerðum í New York, áður en við fórum út á flugvöll, var að við fórum á Museum of Modern Art.
Það voru fullt af fallegum verkum að sjá eftir marga meistara. 
Safnið sjálft er líka algjört meistaraverk í arkitektúr. 
ótrúlega fallegt allt saman. 
Ég hendi hérna inn nokkrum myndum af safninu. Sum verkin fá nöfn höfunda við þau, en ég tók ekki niður höfunda hjá neinum...þannig að meirihlutann man ég ekki hvað heitir. 
En þetta er svo mikið augnayndi að það er það sem skiptir mestu :) 
Er það ekki...?


Smá vöruhönnun hér fyrir neðan... við þekkjum þetta mest allt...er það ekki?
Skemmtilegur leikur með form og skugga :) 


Tom Wesselman á þessar fallegu varir hér fyrir neðan...eða málaði þær :) Hér fyrir ofan er spegill sem búið er að mála á mann í raunstærð... afskaplega skemmtilegt verk, því það leit út fyrir að þarna væri op inn í annað rými. :) Byggingin sem að safnið er í er ótrúlega falleg og hvert einasta rými er listaverk útaf fyrir sig. Ég hefði viljað drita myndum af rýmunum á myndavélina mína, en fannst það pínu óvirðing við verkin á safninu :) haha :) Fyrir ofan má sjá verk eftir Vincent Van Gogh
og fyrir neðan er það Picasso sjálfur :) En verkin eftir Picasso heita "Three Musicians" og "Girl before a mirror" Hér fyrir neðan er mynd eftir Monet sem kallast "Water Lillies"


Þetta fannst mér bara ótrúlega fyndinn og fallegur skinn-bolli :) 
1 ummæli: