divider

divider

Barnaherbergi - framhald


Nú er skvísu herbergið alveg að detta í að verða klárt. Nokkur smáatriði eftir eins og að hengja 2-3 myndir upp á vegg. Annað er klárt. 
Daman gæti ekki veirð sáttari við herbergið sitt, þrátt fyrir að það sé pínu lítið. Í raun er herbergið allt það sem þið sjáið hér á efstu myninni. fyrir utan smá gólfpláss að hurð og fataskápum sem þekur allann vegginn. 
Þetta er orðið voða kósý og það er gaman að leika núna :) 


Borðið og stóllinn hvíti eru frá Húsgagnaheimilinu.
Litli prinsessu kollurinn er frá Sia, fékkst í Tekk Company. 
Litli hreindýrahausinn á veggnum og gæsalampinn eru keypt í Hrím. 
H-ið á borðinu og uglupúðinn fallegi fekkst í Tiger. 


Litla daman að lesa bók. En það má segja að það sé eitt af hennar uppáhalds iðjum :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli