divider

divider

Jólabaksturinn

Nú eru flestar húsmæður landsins farnar að huga að jólunum. Ég sjálf er farin að hugsa hvernig og hvað mig langar að gera fyrir jólin. Ilmurinn úr eldhúsinu er náttúrulega hluti af jólastemmningunni.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar hugmyndir að jóla-góðgæti úr eldhúsinu. 

Svona súkkulaði-jólatré er auðvelt að gera. En til að gera svona þarf bara að bræða súkkulaði, setja í sprautu/kramarhús og teikna svo sjálfur með súkkulaðinu og sprautunni á smjörpappír. Svo sér þetta sjálft um að harna. 
Fallegt á jólaísinn :) vanillukökurnar vinsælu (t.d. vanilluhringirnir) má breyta aðeins og setja útí degið matarliti. 
Úr því degi má t.d. gera svona fallega jólastafi og baka :) 


Osturinn er vinsæll yfir hátíðirnar. Jarðaber og rjómi eða jarðaber og rjómaostakrem svíkur engann. 
Það má leika sér allskonar með jarðaberin fallegu :) 


Sykurpúðana má líka nota í jólanammigerðina. 
Það má bjóða þeim sem að koma við hjá manni á aðfangadag með jólakort og gjafir uppá svona fallegt gotterý :) 


Börnin yrðu ekki ósátt við að fá vöfflu-jólatré í morgunmat yfir hátíðirnar :) 


Það er líka alltaf fallegt að skreyta með piparkökum. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli