divider

divider

Krukkur & Kertaljós

Ég veit að það eru margar konur sem að geyma allar glerkrukkur. Það er erfitt að henda þeim. Það finnst mér allavega. Ég hef stundum safnað þeim saman og farið með þær á leikskólann sem dóttir mín er á. Þar eru þær notaðar undir málningu. Svo sulta ég líka á haustin...þá er gott að eiga krukkur. 
En. Þegar það fer að dimma þá er gott að kveikja á kertum og ég geri það núna á hverju kvöldi. 
Krukkurnar eru fallegar sem kertastjakar, svo eru þær líka gerðar til að þola hitann og ættu því ekki að springa.
Nú þegar að jólin eru á næsta leiti og allar húsmæður farnar að huga að skreytingunum... þá er sniðugt að koma með hugmyndir fyrir krukkurnar sem eru inn í skáp. Það má skreyta þær fallega og gera þær voðalega jólalegar og fínar... nota bæði skreyingar að innan sem utan..auk þess að fylla þær vatni,  því kertin fljóta auðvitað :) 
Mér finnst líka voða fallegt að setja í krukkurnar há og mjó kerti (man ekki hvað þau kallast) sem búið er að brenna þokkalega niður...og setja þau í krukkur. Mjög fallegt :) 
Ossalega fallegt :) 

Flott í jólaboðið, brúðkaupið, partýið eða bara fyrir mann sjálfann :) 1 ummæli:

  1. Ég rakst á þetta blogg fyrir algjöra tilviljun! Mjög skemmtilegt, gaman að kíkja við :-)

    SvaraEyða