divider

divider

Umhverfisvæn innstunga


Í dag verður umhverfisvæn umfjöllun í tilefni 1. maí - verkalýðsdagsins og grænu göngunnar sem haldin var í dag. 

Yanko design er hönnunarfyrirtæki sem hefur hannað sólarrafhlöðu innstunguna. 
Innstungan virkar þannig að hún er með sogskál og festist þannig við gluggann. Undir sogskálinni er sólarrafhlaða sem býr til rafmagn sem fer strax þangað sem það nýtist. Hingað til hafa sólarrafhlöður eingöngu safnað rafmagni sem notast síðar en í þessari innstungu nýtist rafmagnið strax. 

Sniðug og skemmtileg hugmynd og mig langar agalega að eiga 2-3 svona. - kannski að maður kaupi svona þegar þetta kemur á markað :) 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli