Við Nína Dögg fórum í Smáralindina í gær og ættleiddum þennan fallega Bamba sem var akkurat á tilboði. Nína hefur látið sig dreyma lengi um að eignast þennan lampa í herbergið sitt og loksins varð af því. Bleika stelpan mín í bleika herberginu sínu tók því til og gerði fínt og svo var Bamba komið fyrir við rúmið. Voða kósý og fínt.
Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að deila myndum af heimilinu mínu... en ég er ekkert brjálæðislega spennt alltaf að vera að því en ákvað að fyrst að Bambi var svona fínn í herberginu hennar Nínu þá mætti nú aðeins mynda herbergið og segja ykkur frá því.
Ég málaði einn vegg bleikan fyrir nokkru síðan í herberginu hennar. En herbergið er svo lítið og það varð eitthvað svo dökkt inni hjá henni að við Nína ákváðum í sameiningu að mála bara hvítt risa hjarta á vegginn til þess að lýsa aðeins upp herbergið. Svo fékk hún límmiða og fiðrildaspegla á vegginn sinn. Pappírsdúskana fékk ég í Söstrene og pappahreindýrið á veggnum er frá Hrím. Og lampinn fallegi fékkst í Snúðum og Snældum.
sérlega fallegt herbergi :-)
SvaraEyða