divider

divider

Svarta húsið nr. 16.


Í svörtu húsi í Barwon Heads í Ástralíu býr O´Meara fjölskyldan.
Heima hjá þeim leynist allt í bland gamalt og nýtt, hönnun og fallegir hlutir sem safnast hafa í gegnum tíðina sem og góðar hugmyndir sem hægt er að útfæra sjálfur nokkuð billega. 

Heimilið er mjög nútímalegt og fallegt en það er gaman að sjá hvernig grá steypan og svartur viðurinn blandast saman við fallega liti á heimilinu sem koma með húsgögnum og aukahlutum. 

Í eldhúsinu hjá þeim er líka skemmtileg hugmynd að hengja upp risa stórar "skálar" á veggina þannig að hljóð dempast og veggurinn er fallega skreyttur með þessum skemmtilega skúlptúr. 

Mjög fallegt heimili. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli