divider

divider

Miðborgarvaka


Á morgun, fimmtudaginn 22. maí verður opnun Listahátíðar í Reykjavík. Af því tilefni verða verslanir í miðbænum opnar lengur eða til kl. 22. 

Í Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun verður mikið um að vera. Í herberginu verður POP UP markaður þar sem listamennirnir og fjörkálfarnir Fiona Cribben , Erla Gísladóttir og Mjólkurbúið selja fallegar vörur. Þar að auki verða Kirsuberjakonur með útimarkað fyrir utan búðina þar sem kennir ýmissa grasa og tilboða en þær verða líka með léttar veitingar fyrir gesti og gangandi. 

Ég geri ráð fyrir að stemmningin í miðbænum verði listræn og mögnuð á morgun og það er því alveg tilvalið að kíkja í miðbæ Reykjavíkur annað kvöld og skoða fallegar vörur og hitta fallegt fólk ;) Engin ummæli:

Skrifa ummæli