divider

divider

DIY: Heimagerðir kertakrukkustjakar


Í síðustu viku fór ég að dunda mér með póstulínspenna á meðan ég beið eftir að kvöldmaturinn eldaðist. Ég ákvað að prufa að teikna á eina af þessum fjölmörgu krukkum sem hafa safnast saman heima hjá mér og gerði lítið þorp með jólastjörnu og snjókomu. Stelpurnar mínar fengu að sjálfsögðu líka að teikna sín listaverk en þær eru 9 og 4 ára. Við mæðgur sátum því saman í kósý stemmningu og gerðum jóla-kertastjaka. Listaverkin sem dætur mínar gerður voru að sjálfsögðu æðisleg og útkoman var þessir líka afskaplega fallegu og jólalegu kertastjakar. 
Eldri stelpan mín fór að sjálfsögðu að framleiða kertastjakana í nokkru mæli og ákvað að þetta yrði jólagjöfin frá henni í ár handa öllum sem hana langaði að gefa jólagjafir. 

Það sem þarf í þetta er ekki kostnaðarsamt en póstulínspennin fæst í föndru og kostar 995 krónur og svo eru það bara fallegu krukkurnar. Ég sýni ykkur þetta svona hrátt og eins og það lítur út eftir að teikningin hefur verið gerð, en auðvitað má setja á krukkuna borða eða falleg bönd, jólagrein eða köngul og gera þannig krukkurnar hátíðlegri (sem verður næst á dagskrá hjá okkur).
Hér fyrir neðan má sjá krukkurnar komnar á sína staði á heimilinu með kertaljósi og kósýheitum. 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli