Nú á tímum sparnaðar er algjör skylda að endurvinna allt sem hægt er.
Ég skila til endurvinnslu sléttpappa og blöðum og ætla mér að verða duglegri að skila plastílátum eins og jógúrtfernum og slíku... það er bara næst á dagskrá.
En hér fann ég borðlampa sem eru endurunnir úr gömlum eldhúsáhöldum borð sem er endurunnið úr gömlum bílapörtum...
...ætli þetta sé það sem fólk geri núna í kreppunni? endurinnrétti bara hjá sér með því sem það á?
það er vistvænt og sniðugt er það kemur fallega út:)
ef þið eigið eitthvað sem þið hafið endurhannað eða endurunnið...endilega senið á mig póst á guddahj@gmail.com og sendið mér myndir... ég vil endilega skrifa um það sem fólkið hér heima er að gera:)
Lamparnir finnst mér geggjað töff! og ég þekki nokkrar kaffitárbaristur sem væri pottþétt til í að eiga einn slíkan
SvaraEyða