Ég sá í búð hér í bæ fallega innrammaða korktöflu og ætlaði mér alltaf að kaupa slíka...og mun líklega gera það einn daginn fyrir eldhúsið. En eins og svo oft áður var ég á rúnti í gegnum Söstrene Grene og rakst þar á ágætlega stóra korktöflu á 499 kr. Og að sjálfsögðu rataði hún ofaní innkaupakörfuna.
Heima átti ég fallega plastramma frá Ilvu sem ég ákvað strax að nota til að ramma inn korkinn. Rammarnir eru nánast gefins í Ilvu en stærri kostaði 590 kr. og minni 490 kr.
Þannig að þegar heim var komið gróf ég upp dúkahníf og hóf aðgerðina.
Myndirnar útskýra sig sjálfar fyrir þá sem vilja láta á þetta reyna. Hnífurinn smígur alveg léttilega í gegnum korkinn þannig að það ætti ekki að stoppa neinn:)
Dætur mínar fengu svo sinn hvorann rammann í herbergið sitt og eru alveg hæst ánægðar...og mamman líka.
Góða helgi gott fólk :)
Geggjað flott!
SvaraEyðaKveðja, Hugborg
Sniðugt :)
SvaraEyða