Ég er komin aftur. Ástæða fyrir bloggleysi er skóli. Skólinn er að klárast hjá mér og ég er að skila af mér nokkrum verkefnum og er í einu prófi sem stendur. Tímaleysi til þess að skoða fallega hluti er því aðal ástæða þess að ég næ ekkert að deila neinu fallegu með ykkur.
En mig langar að segja ykkur frá þessu meni. Menið ber nafnið Verndarbaugur og er útskriftarverkefni Elínar Brítu Sigvaldadóttur, en hún er að útskrifast sem vöruhönnuður úr LHÍ. Menið var til sýnis á útskriftarsýningunni sem haldin var í Hafnarhúsinu.
Verndarbaugur er unnin úr silfri, þorskleðri, áli, steini og tré, en öll efnin eru náttúruleg og hafa langan líftíma.
Fallegur skartgripur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli