divider

divider

Ég baka Muffins

Ég er í óðaönn að undirbúa 4 ára afmælið hennar Nínu Daggar, dóttir minnar...:)
Hún hefur pantað prinsessuafmæli og það inniheldur prinsessukökur og prinsessudiska og ég veit ekki hvað og hvað.... ég fór á netið að leita mér að hugmyndum og fann ALLT annað en prinsesukökur en vakti áhuga minn engu að síður:)

...mér finnst cookie monster muffinsið bara ÆÐI... pottþétt komið á lista yfir kökur sem ég verð að prófa að gera:)

Bubbi byggir muffins er nú ekki flókinn. Reyndar þarf að hnoða í Sykurmassa....en það er lítið mál:)

þessar hundamuffins eru auðveldar og allir geta gert með lítilli fyrirhöfn

hér fyrir neðan er notaður sykurmassi og bráðið súkkulaði.

Þessar eru í raun gerðar eins og þessar fyrir ofan nema svo er sett smjörkrem í úthringinn á ljóninu... og smarties í eyrun:)

Sykurmassinn er tilbúinn inní ískáp hjá mér og muffinsið var að fara í frystinn... þetta verður eitthvað fjör á föstudaginn:)

hér má finna uppskriftina af sykurmassanum og í leiðinni fá fullt af góðum kökuhugmyndum og frábærum leiðbeiningum:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli